Engifer & sítrónute
Mér finnst ótrúlega gott að eiga svona engifer- og sítrónuklaka inn í frysti. Það flýtir vel fyrir mér á morgnana að geta sett einn klaka í glas og hellt heitu vatni yfir, dásamlegur drykkur hvenær sem er dagsins.
4 cm engiferrót rifin
Safi úr 2 sítrónum
1 bolli vatn
Allt sett í blandara og svo hellt í klakaform og fryst.
Engiferið og sítrónan hjálpa meltingunni svo er þetta te er líka frábært eftir stórar máltíðir.