Kaffi drykkur
1 kaffibolli t.d. espresso
1 msk Feel Iceland Kollagen duft
1 msk möndlusmjör
1/2 msk kakónibbur
1/2 tsk kanill
2 steinlausar döðlur
1 bolli klakar
Allt blandað saman í kraftmiklum blandara. Glas fyllt af klökum og kaffidrykknum hellt yfir.
Dásamlegur og kryddaður kaffidrykkur sem er með góða fitu og kollagen. Kakónibbur innihalda mikið magn af magnesíum og kanill hjálpar við að halda blóðsykrinum í lagi.