Marakóskt gulrótarsalat
½ tsk malað kúmen (cumin)
½ tsk kanill
¼ tsk Gull kryddblanda frá Kryddhúsinu
¼ tsk chili flögur
½ tsk sjávarsalt
½ tsk nýmalaður svartur pipar
2 ½ msk ólífuolía
½ sítróna, safinn
6 apríkósur, saxaðar í litla bita
8 döðlur, steinlausar og saxaðar í litla bita
4 bollar rifnar gulrætur
1/4 rauðlaukur saxaður í litla bita
3 vorlaukar saxaðir smátt
1/2 box grófsaxað kóríander
3 msk graskersfræ
2-3 msk laktósafrír salatostur frá Arna
Byrjið á því að setja kryddin í djúpan disk og hella sítrónusafanum og ólífuolíunni þar ofaní, hrærið vel saman og setjið svo döðlur og apríkósur og hrærið, setjið næst því næst rifnu gulræturnar, laukinn og hrærið vel, setjið restina, kóríander, graskersfræ og salatostinn
- geggjað bragðgott salat sem meðlæti eða eitt og sér