Bökuð epli og döðlur með kanil jógúrt & granóla
1 epli, kjarnhreinsað og skorið í litla bita
4 döðlur steinlausar, skornar i litla bita
2 msk. vatn
1 tsk. vanilla
1 tsk. kanill
Grísk kaniljógúrt, sjá uppskrift fyrir neðan
Bakið epla og döðlubitana með vatni, vanillu og kanil í nokkrar mínútur. Á meðan eplið og döðlurnar bakast hrærið þá saman búið þá til gríska kaniljógúrtið og setjið í skál geymið í kæli fyrir samsetningu.
Grísk kaniljógúrt
200-300 ml hrein grísk jógúrt frá Arna
1 msk. kollagen duft Feel Iceland (má sleppa)
½ -1 tsk. kanill
1 tsk. vanilla
3 msk. akasíhunang eða sæta að eigin vali
Til skreytingar og á milli laga
Nokkrar matskeiðar af góðu granóla
Samsetning:
Byrjið á að setja kaniljógúrtið í lagskipt í falleg glös á fæti.
Setjið síðan eplablönduna ofan á og síðan granóla og svo aftur þessari röð.
Blandan verður svo falleg í glasi.
Skreytið af vild.