Laxatartar
500 g roðflettur lax (látið í frysti í sólarhring)
1 avókadó
1/4 rauðlaukur
1/3 rauður chili
Handfylli af fersku kóríander
Allt saxað smátt
Hrærið saman í skál:
Safi úr hálfri sítrónu og smá af berkinum (eða límónu)
1-2 msk ristuð sesamolía
Rifin ca 3 cm engiferrót
4 msk svört sesamfræ
4 msk chilikryddaðar kasjúhnetur, saxaðar gróft
Hellið “dressingunni” yfir laxinn ásamt avókadói, lauk, chili og kóríander.
Kælið í ísskáp í 30 mín eða svo.
Ferskt og hrikalega gott tartar sem forréttur eða sem aðalréttur með bland af öðrum litlum réttum