Ofnbakaður lax með frábæru salsa

Einfaldur og dásamlegur lax, gott að bera fram með fersku salati og hrísgrjónum.

  • 1 stórt laxaflak beinlaust

Salsa:

  • 3 msk tamarisósa

  • Ca 2 cm bútur af engiferrót, rifin

  • 1 hvítlauksrif, pressað

  • 1/3 rautt chili, skorið smátt

  • 4 vorlaukar, skornir smátt

  • 75 gr ristaðar kasjúhnetur með chili

  • 1/2 kryddostur með pipar, skorinn í litla bita

  • Safi og börkur af 1/2 sítrónu

    Hrærið öllu saman og hellið yfir laxinn og látið marinerast í 30-60 mínútur í ísskáp.

    Grillið í ca 7 mín á grilli eða bakið í 180 gráðu heitum ofni í ca 18 mínútur.

Previous
Previous

Laxatartar

Next
Next

Þorskhnakkar með tómata- & döðlupestó