Þorskhnakkar með tómata- & döðlupestó

Fyrir 4

  • 4 x 150 gr þorskhnakkar

Pestó

  • 1 og 1/2 bolli sólþurrkaðir tómatar

  • 1 tómatur

  • 1/2 grænt epli

  • 1/3 rauðlaukur

  • 1 gulrót

  • 8 döðlur, steinlausar

  • 1 hvítlauksrif

  • 1/8 tsk chili fögur

  • 1/2 tsk oreganó

  • Safi úr 1/2 sítrónu

  • Nokkrar matskeiðar ólífuolía

  • Salt & pipar

Setjið allt i matvinnsluvél og maukið þar til allt er vel maukað saman (ca. 1 mín)

Setjið eftirfarandi í skál og hrærið saman við maukið:

  • 1/3 bolli ristaðar furuhnetur

  • 1/2 bolli fetaostur, myljið með fingrunum

  • Nokkur blöð af ferskri basilíku

Setjið þorskhnakkana á bökunarpappír í eldfast mót, saltið og piprið, dreifið því næst pestóinu á alla bitana og bakið í 180 gráðu heitum ofni í 18-22 mín.

Berið fram með fersku og bökuðu grænmeti, ristuðum graskersfræjum, steinselju, skvettu af sítrónu og góðri ólífuolíu.


Previous
Previous

Ofnbakaður lax með frábæru salsa