Steinbítur með kasjúhnetum, hvítlauk, apríkósum & brædddum osti

  • 700 steinbítur eða annar góður hvítur fiskur

  • 50 gr chilikryddaðar kasjúhnetur, gróft saxaðar

  • 1 sítróna

  • 100 g rifinn laktósafrír ostur

  • Ca 8 apríkósur sem fengið hafa að liggja í vatni í ca. 30 mínútur, saxaðar

  • 2 hvítlauksrif, pressuð

  • 1 msk Marokkóskt fiskikrydd frá Kryddhúsinu

  • 2 msk fínhökkuð fersk steinselja

  • salt og pipar

  • Ólífuolía

Hitið ofninn í 190°.

Skerið sítrónu í sneiðar. Skerið því næst steinbítinn í hæfilega bita. Raðið sítrónusneiðunum í botninn í eldfast mót, leggið svo fiskbitana þar ofan á. Saltið, piprið og hellið smá af góðri ólífuolíu yfir fiskinn.
Hrærið saman í skál: kasjúhnetum, rifnum osti, söxuðum apríkósum, steinselju og pressuðu hvítlauksrifi og setjið yfir fiskinn.

Ég skellti svolítilli ólífuolíu svo ofan á allt. Bakað í ca. 20 mínútur, bætið við 2 mínútum þar sem þið hækkið hitann upp í 200° til að fá gylltan lit á ostinn í lokin.

Dásamlegur fiskréttur sem allir í fjölskyldunni elska. Ég bar fiskréttinn fram með sítrónudressingu, grilluðum sætum kartöflubitum með parmesanhjúp og grænu fersku salati.

Previous
Previous

Bleikja með möndlum & kókos

Next
Next

Sítruslanga