Bleikja með möndlum & kókos
600 gr bleikjuflök
70 gr möndlur, saxaðar
1/2 msk rifið ferskt engifer, ca 3 cm bútur
Safi og börkur úr 1 sítrónu
1/3 rauður chili, fínt saxaður
2 stk vorlaukur, saxaður
3 msk akasíuhunang
3 msk ristuð sesamolía
3 msk blönduð sesamfræ (svört og hvít eða bara hvít)
1 og 1/2 msk tamarisósa
1/3 bolli ristaðar kókosflögur
1/3 bolli ólífuolía
Hitið ofninn í 180 gráður.
Setjið bleikjuflökin í eldfast mót.
Öllu nema bleikjuflökunum blandað saman í skál og borið næst á bleikjuna.
Látið standa í ca 30 mín, setjið inn í ofn í 12-14 mínútur eða þar til allt er orðið vel gyllt á litinn og bleikjan elduð.
Frábært að bera fram með góðu og fersku salsa eins og til dæmis mangó- og agúrku alsa.