Kúrbíts- & hafrakubbar
1 kúrbítur, rifinn á rifjárni
1 bolli grófir hafrar
1 bolli fínir hafrar
1/2 bolli kókossykur eða hrásykur
1 msk Feel Iceland collagen duft (valfrjálst)
1 tsk matarsódi
2 tsk vanilluþykkni
1/2 tsk sjávarsalt
1 egg
1/3 bolli kókosolía, brædd
1/2 bolli valhnetur, saxaðar
1 bolli dökkt gæðasúkkulaði (skorið í litla bita)
Hitið ofninn í 200 gráður.
Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman. Setjið því næst blönduna í eldfast mót (gott að hafa bökunarpappír í botninum)
Setjið fatið í heitan ofninn og bakið í um 30-35 mín. Takið út úr ofninum og lofið hafrakubbnum aðeins að kólna áður en þú skerð hann niður í minni kubba. Dásamlegt með þeyttum rjóma eða grískri jógúrt sem er búið að blanda við smá vanillu og sætu. Eða eitt og sér og hægt að geyma kubbana inn í kæli og grípa með sér t.d. í morgunmat.