Piparköku banana muffins

Ef þú elskar bragðið af piparkökum, þá verður þú að prófa þessar ljúffengu piparkökubanana muffins.

Tilvalið að henda í þessar muffins ef þú átt þroskaða banana og langar að gera jólalegar muffins

  • 3 þroskaðir bananar, stappaðir/maukaðir

  • 2 msk akasíuhunang eða önnur sæta

  • 50 g brætt smjör/kókosolía

  • 80 ml mjólk eða önnur jurtamjólk

  • 65 gr púðursykur

  • 1 egg

  • 1 tsk vanilla

  • 150 gr hveiti/ spelt

  • 2 msk kollagen duft Feel Iceland

  • 60 gr valhnetur, saxaðar

  • 1 tsk matarsódi

  • 2 tsk kanill

  • 1 tsk allrahanda krydd

  • 1 tsk engifer

  • 1/2 tsk rifið fersk engifer

  • Smá klípa af sjávar salt

1) Hitið ofninn í 175°C

2) Blandið bönunum saman við sætu, brætt smjör/ kókosolíu, mjólk, púðursykri, egg og vanillu.

3) Bætið hveiti/spelt, kollagen, valhnetum, matarsóda og kryddi við blautu hráefnin, hrærið saman.

4) Hellið deiginu í muffins form og bakið í 15 mínútur. Látið kólna alveg.

5) Skreytið jafnvel með blöndu af 6 msk flórsykri, kollagen dufti og 1 -2 tsk af vökva, vatni eða mjólk, hræri saman og setjið smá á hverja muffins ásamt berjum og smá rósmarín.

Next
Next

Kanil & engifer bakaðar perur með grískri jógúrt