Kanil & engifer bakaðar perur með grískri jógúrt
2 perur
Smá bútur af fersku engifer rifin
2 msk kókosmjöl
4 tsk akasíu hunang eða sæta að eigin vali
1/4 tsk malaður kanill
2 msk saxaðar valhnetur
1/2-1 bolli grísk jógúrt @arna_mjolkurvorur
1 msk collagen duft @feeliceland (valfrjálst)
Hitið ofninn í 190 gráður.
Skerið perur í tvennt endilangar
Setjið í eldfast mót
Stráið kókosmjöli, kanil, rifnu engifer, hunangi og valhnetum yfir peru bitana.
Bakið í ofninum í um 20 mín.
Takið 2-4 diska
Dreifið jógúrt sem búið er að hræra við collagen duft, á hvern disk og setjið svo peru bitana ofaná jógúrtina - má jafnvel dreifa ögn meiri sætu ofaná. Dásamlega heitur og ljúfur smá spari morgunmatur ;)