Sítrónu- & vanillukaka
Kaka:
2 egg
2 dl hrásykur
2 tsk lyftiduft
2 dl spelt eða hveiti
1 dl laktósalaus Ab - mjólk með vanillu
1 msk sítrónusafi
1 tsk vanilla
Stillið ofninn á 180°C (blástur)
Þeytið saman egg og hrásykur þar til blandan verður létt og ljós.
Því næst er restin sett út í og hrært létt saman.
Setjið deigið í smurt form og bakið við 180°C í 25-30 mínútur.
Kælið kökuna vel áður en þið setjið á hana krem.
Krem :
100 g mjúkt smjör
200 g flórsykur
1 msk sítrónusafi
Smá sítrónubörkur
1 msk laktósalaus rjómi frá Arna
40 g hvítt sítrónusúkkulaði smátt saxað
Þeytið saman smjör og flórsykur í 2 – 3 mínútur og bætið svo sítrónusafanum, sítrónuberki og rjóma út í.
Smyrjið kremið á kökuna og dreifið svo hvítu súkkulaðinu yfir hana