Glúteinlaust bananabrauð

  • 2 bananar, vel þroskaðir

  • 2 msk eplamauk

  • 2 msk fljótandi kókosolía

  • 4 dl haframjöl ( glúteinlaust)

  • 1 egg

  • 1 dl sykur

  • 1 dl kókosmjöl

  • 1/2 – 3/4 tsk salt

  • 1/2 tsk matarsódi

  • 1/2 tsk lyftiduft

  • 1 tsk kanill

  • 2 msk hörfræ

  • 1 tsk vanilla

Hitið ofninn í 190 gráður.

Ég notaði töfrasprotann minn í þessa uppskrift og setti fyrst saman banana, eplamauk, kókosolíu og haframjöl og maukaði vel saman og setti svo restina út í og hrærði vel saman.

Setjið í brauðform með bökunarpappír og látið inn i heitan ofninn og bakið í 40 mín.

Dásamlegt brauð og frábært að smyrja volgt brauðið með smjöri eða möndlusmjöri og kanil.

Previous
Previous

Sítrónu- & vanillukaka

Next
Next

Hjónabandssæla