Klórella- & perudrykkur
600 ml vatn
1 salathaus, ca 2 bollar af grænu salati
1 pera
1 bolli frosinn ananas
1/2 avókadó
Safi úr 1/2 sítrónu
1-2 tsk klórella duft
1 msk hörfræ
Öllu blandað saman í góðum blandara.
Klórella (Chlorella) er grænþörungur sem inniheldur gífurlegt magn af auðnýtanlegri blaðgrænu. Þörungurinn inniheldur hátt hlutfall af prótíni (58%), kolvetni, öll B-vítamín, C og E vítamín, amínósýrur og snefilefni og er talin geta hjálpað líkamanum á mildan en áhrifaríkan hátt að losa sig við eiturefni.