Bleik berjabomba

  • 1 bolli frosin bláber 

  • 1/2 bolli frosin granateplafræ 

  • 1 bolli frosin jarðaber 

  • 1/2 bolli frosið blómkáls “hrísgrjón” frá Anglamark

  • Nokkrar döðlur, steinlausar 

  • 2 msk chiafræ

  • 1 msk kollagen duft (valfrjálst)

  • 1 msk prótein duft

  • Sma vatn 

  • Klakar 

Blandið öllu vel saman í kraftmiklum blandara. Hellið svo smoothies ofaní glös og skreytið með smá hemfræjum eða öðrum góðum fræjum.

Mér finnst frábært að nota frosið blómkál í smoothiesana mína til að gera þá þykkari og ég get notið þeirra með skeið svo er nátturulega blómkálið hitaeiningasnautt en vellauðugt af vítamínum og steinefnum. Úr því fáum við líka mikið af trefjum og frábærum fjörefnum sem eru nauðsynlegur hluti af hollri og góðri næringu.

Njótið

Previous
Previous

Fjólublár próteinsjeik

Next
Next

Bólgueyðandi tropical smoothie