Bláberja smoothie með spirulina

  • 1 bolli frosin bláber

  • 1/2 bolli frosin jarðarber

  • 2 nektarínur (má skipta út fyrir 1 peru eða 1 epli)

  • 1 msk kollagen duft

  • 1 tsk blá spirulína

  • 1 dós grísk jógúrt með vanillu og kókos

  • Vatn ef ykkur finnst það þurfa ( fer alveg eftir hversu þunnan eða þykkan þið viljið hafa drykkinn)

  • Nokkrir klakar

Öllum hráefnum er blandað vel saman í kraftmikinn blandara.

Notið smá af grísku jógúrtinni til þess að skreyta glasið að innan, setjið smá af bláu spirulina duftinu og hellið svo blöndunni í glasið og njótið.

Previous
Previous

Bólgueyðandi tropical smoothie

Next
Next

Appelsínu & jarðaberja smoothie