Karamellutrufflur

Aðeins 4 hráefni

  • 2 bollar steinlausar mjúkar döðlur

  • 1/3 bolli hnetusmjör

  • 100 gr gott dökkt súkkulaði

  • 1/2 tsk sjávarsalt

    Setjið döðlurnar í matvinnsluvélina og maukið og gerið svo kúlur.
    Setjið smá hnetusmjör ofan á kúlurnar (gott að velgja krukkuna í sjóðandi vatni svo að hnetusmjörið sé mýkra), hitið því næst súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið því yfir trufflurnar og stráið salti yfir - kælið og njótið.

Previous
Previous

Hollustunammi

Next
Next

Jarðaberja “ís”