Hollustunammi

Enginn bakstur, enginn unnin sykur og fullt af hollri og góðri næringu.

Gerir 8-10 lengjur

Hráefni:
12 mjúkar steinlausar döðlur
1/2 bolli möndlusmjör
2 msk hlynsíróp
Smá af salti
— —-
3/4 bolli pekanhnetur, gróft saxaðar
1/2 bolli af höfrum
1/bolli pistasíuhnetur, gróft saxaðar
—- —-
1/2 bolli dökkt súkkulaði

1. Setjið döðlur, möndlusmjör, hlynsíróp og salt í matvinnsluvél og blandið vel saman þar til þetta er orðin ein klístruð klessa. Þetta ætti að vera mjög mjúkt og klístrað en ef þetta er ekki nógu klístrað skaltu bæta við 1-2 msk af vatni og blanda aftur.
2. Bætið döðlublöndunni í skál með söxuðu hnetunum, höfrunum og blandið vel saman, notið hendurnar til að blanda vel saman. (Ég braut sleifina mína! :)
3. Þrýstið niður í brauðform (klætt með bökunarpappír), setjið svo inn í frysti á meðan þið bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
4. Toppið með bræddu dökku súkkulaði og setjið síðan í frysti í að minnsta kosti klukkutíma áður en þú skerð það niður í bita.

Previous
Previous

“Snickers” bitar

Next
Next

Karamellutrufflur