Súkkulaðikókosstangir

  • 250 gr döðlur

  • 1 bolli kókosmjöl

  • 1 bolli möndlur

  • 2 msk kakó

  • 2 msk hnetusmjör

  • Smá salt

  • 3 msk vatn

Öllu blandað saman i matvinnsluvél þangað þetta er vel blandað saman og orðin góður massi. Fletjið út á bökunarpappír á flatan disk og setjið í frysti.

Toppið með :

  • 1 bolli dökkt súkkulaði

  • 1 msk hampfræ

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir frosnu “kökuna” stráið svo hampfræjum yfir Skerið í stangir og geymið í frysti

Previous
Previous

Jarðaberja “ís”

Next
Next

Súkkulaðinammi