Súkkulaðinammi
200 g dökkt súkkulaði
Gojiber
Saltaðar pistasíur
Púffað kínóa
Gular rúsínur
Möndluflögur og saxaðar grillaðar möndlur
Einnig finnst mér mjög gott að rífa appelsínubörk eða sítrónubörk
Saxaðar valhnetur, kasjúhnetur eða pekanhnetur
Kókosflögur
Trönuber
Salt flögur eða chiliflögur
Svo er bara um að gera að leika sér með nýjar samsetningar og finna ykkar uppáhalds.
Bræðið súkkulaðið við vægan hita í skál yfir vatnsbaði
Setjið bökunarpappír á disk
Hellið bræddu súkkulaðinu á bökunarpappírinn og dreifið svo einhverju ljúffengu “toppings” ofan á.
Setjið inn í ísskáp og lofið að kólna vel (30-60 mín)
Takið út og brjótið í passlega bita, sjúklega einfalt og hrikalega gott