Súkkulaðinammi

  • 200 g dökkt súkkulaði 

  • Gojiber

  • Saltaðar pistasíur

  • Púffað kínóa

  • Gular rúsínur

  • Möndluflögur og saxaðar grillaðar möndlur

    Einnig finnst mér mjög gott að rífa appelsínubörk eða sítrónubörk

  • Saxaðar valhnetur, kasjúhnetur eða pekanhnetur

  • Kókosflögur

  • Trönuber

  • Salt flögur eða chiliflögur

    Svo er bara um að gera að leika sér með nýjar samsetningar og finna ykkar uppáhalds.

    Bræðið súkkulaðið við vægan hita í skál yfir vatnsbaði

    Setjið bökunarpappír á disk

    Hellið bræddu súkkulaðinu á bökunarpappírinn og dreifið svo einhverju ljúffengu “toppings” ofan á.

    Setjið inn í ísskáp og lofið að kólna vel (30-60 mín)

    Takið út og brjótið í passlega bita, sjúklega einfalt og hrikalega gott

Previous
Previous

Súkkulaðikókosstangir

Next
Next

Döðlunammi