Dásamlegir “krönsí” nammi bitar  "butterfingers"

  • 1⁄3 bolli akasíuhunang eða dökkt agavesýróp frá Muna

  • 1 krukka hnetusmjör Muna

  • 2 bollar kornfleks

  • 1⁄2 tsk vanilla

  • 1⁄4 tsk gæða salt

  • 120 gr gæða dökkt súkkulaði, hér notaði ég frá Omnom


    Hrærið vel saman sætu, vanillu, hnetusmjöri í meðalstórum potti við meðalhita og lofið öllu að blandast vel saman.

    Slökkvið á hitanum. Hellið kornfleksinu út í. Blandið þar til allir kornfleksbitarnir eru alveg húðaðir í hnetusmjörsblöndunni.

    Hellið í bökunarpappírs klætt bökunnarform eða sílíkonform eða disk sem passar í frystinn þinn.  Þrýstið blöndunni mjög vel niður.

    Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir botninn. Frystið í um klukkutíma.

    Takið úr frystinum. Geymið í um 5 mínútur og skerið í langar sneiðar - (ég hafði ekki þolinmæði í að bíða þar sem ég var of spennt að smakka en gerir ekkert til urðu ekki eins lögulegir bitarnir fyrir vikið) set svo alla bitana í box og frysti. Þessir nammi bitar voru ekki lengi að klárast hjá mér og líklega geri ég þá oft í viku framvegis til að allir í fjölskyldunni geti nælt sér í bita og bita.


Next
Next

Súkkulaði hjörtu með ristuðum möndlum & granateplafræjum