Súkkulaði hjörtu með ristuðum möndlum & granateplafræjum
1/2 bolli saxaðar ristaðar möndlur
1/2 bolli granateplafræ
150 gr gæða súkkulaði
Byrjið á að rista möndlurnar í 170 gráðu heitum bakaraofni í um 7 mínútur, takið út úr ofninum og kælið alveg. Saxið svo gróft.
Blandið söxuðu möndlunum og granateplafræjum í sílíkon eða muffinsform.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir möndlurnar & granateplafræin.
Frystið, þangað til súkkulaðið hefur storknað alveg, helst yfir nótt.
Njótiði þessa dásamlegu bita ❤️