Gullmjólk Jönu

  • 2 bollar mjólk að eigin vali (ég nota oftast jurtamjólk eins og frá Sproud eða heimagerða möndlumjólk)

  • 1 tsk GULL Kryddblanda frá Kryddhúsinu

    Hrærið vel saman og hitið í potti.

    Hellið í bolla og njótið.

    Ég mæli með að prófa sig áfram og finna sína bestu gullmjólk og jafnvel prófa að setja smá collagenduft eða smá hunang saman við gullmjólkina ykkar.

    GULL Kryddblandan mín inniheldur bragðgóð krydd sem eru öll þekkt fyrir lækningarmátt sinn. Hún er ætluð í heilsudrykkinn Golden Milk eða Gullmjólk. Þessi einstaka kryddblanda er einnig tilvalin til notkunar í almenna matargerð og hentar einstaklega vel í súpur, pottrétti, grauta og shake-a.

    Ég mun gefa ykkur allskonar hugmyndir á næstunni með einstaklega góðum og hollum réttum þar sem ég nota GULL kryddblönduna, fylgist endilega með.

Next
Next

GULL Hafragrautur