Rjómakennt rauðrófuhummus með salatosti

3 hráar rauðrófur, fer eftir stærð (afhýddar)

1 bolli soðnar kjúklingabaunir

1 hvítlauksrif

2 msk sítrónusafi

1-2 msk tahini (sesamsmjör)

4-5 msk Salatostur frá Arna

1 msk collagen duft (Feel Iceland), valfrjálst

1 msk cuminduft

½ tsk kóríanderfræ

1 tsk sítrónupipar

½ tsk sjávarsalt

1-2 msk ólífuolía

Leiðbeiningar: 

Öllu blandað saman í matvinnsluvél, þar til þetta er orðið silkimjúkt. Frábær og svo fallegur hummus. Frábær sem ídýfa með skornu grænmeti, einnig til að smyrja á gott kex og brauð eða jafnvel ofan í salat skálina þína fyrir dásemdar lit og aukið prótín.

Previous
Previous

Þeyttur rósmarín- & gulrótarsalatostur

Next
Next

Kryddjurtapestó með kasjú- & salthnetum