Kryddjurta- tahinidressing
1/2 bolli tahini, (sesam smjör), hrært vel
Safi úr einni meðalstórri sítrónu, (um það bil 3 matskeiðar)
4-5 matskeiðar vatn, (meira eftir þörfum)
1 bolli ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja, kóríander, basilíka, mynta eða blanda af þessu
1 lítill hvítlauksgeiri, afhýddur
1/2 - 1 tsk tamarisósa
1/4 tsk chili
Öllu blandað saman í góðum blandara.
Frábær sósa með grilluðu grænmeti og fersku salati.