Hummus

  • 1 dós kjúklingabaunir, hellið öllum vökva af nema nokkrum matskeiðum sem er hægt að nota til að þynna hummusinn

  • 1 hvítlauksrif

  • Safi og börkur úr 1/2 meðalstórri sítrónu

  • 3 msk tahini (sesam smjör)

  • 2-3 msk safi frá kjúklingabaununum

  • 1 tsk tamarisósa

  • 1 tsk kryddblanda frá Kryddhúsinu “Miðausturlönd”

  • 1 tsk cuminduft

  • ¼ tsk salt

  • ¼ tsk túrmerik

  • ¼ tsk svartur pipar

  • ¼ tsk chiliduft

Öllu blandað saman í góðri matvinnsluvél, ef þið viljið extra mjúkt þá má setja 2-3 msk af góðri ólífuolíu.

Skeytið hummusinn með smá af ólífuolíu og cumin.

Previous
Previous

Kryddjurta- tahinidressing

Next
Next

Rauðrófu”hummus”