Próteinrík pestósósa

  • 1/2 bolli ristaðar kasjúhnetur

  • 1 hvítlauksrif

  • 2 msk graskersfræ

  • Handfylli fersk basilíka (ca 1/2 box eða 10 gr)

  • Steinselja, (ca 1/2 box eða 10 gr)

  • Klettasalat (ca 1/2 bolli)

  • 1/3 bolli ólífuolía

  • 1 msk næringarger (má sleppa eða nota parmesanost)

  • 1 msk sítrónusafi

  • Salt & pipar

  • 4 msk laktósafrí grísk jógúrt

    Öllu nema grísku jógúrtinni blandað saman með töfrasprota í djúpri skál, því næst er gríska jógúrtin hrærð saman við.
    Próteinrík og mjög bragðgóð sósa með nánast hverju sem er - grænmeti, ofan á brauð, kjúklinginn, fiskinn o.s.frv.

Previous
Previous

Myntu- & pistasíupestó

Next
Next

Sítrónu- & myntudressing