Myntu- & pistasíupestó
1 bolli mynta (ca. 15 gr)
1/2 box fersk basilíkublöð (ca 10 gr)
Smá ferskt timían
1/2 bolli nýrifinn parmesan ca 40 gr
1/2 bolli pistasíuhnetur, ca 50 gr
1 hvítlauksrif
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 tsk nýmalaður svartur pipar
Safi úr 1/2 límónu
1/2 bolli góð ólífuolía
Takið 2 msk af pistasíum til hliðar og setjið allt nema þær, parmesan ost og ólífuolíu í blandara eða matvinnsluvél, blandið vel saman, hellið olíunni hægt út í og svo restinni af pistasíum og parmesan ostinum og hrærið létt (pulse) nokkrum sinnum.
Dásamlega bragðgott pestó, hægt að nota með kjúklingi, fiski, brauði & grænmeti, sem sagt nánast öllu ;).