Rauðrófu”hummus”
Frábær kjúklingabaunalaus hummus. Æðislegur ofan á súrdeigsbrauð eða sem nokkurskonar meðlæti eða ídýfa með skornu grænmeti.
1-2 hráar rauðrófur, fer eftir stærð (afhýddar)
1 hvítlauksgeiri
2 msk sítrónusafi
2 msk tahini (sesamsmjör)
1 msk cuminduft
½ tsk sjávarsalt
Öllu blandað saman í matvinnsluvél, þar til þetta líkist áferð á hummus.