Grillað lambafilet með kryddjurtapestói

  • 750 gr. lambafillet

Kryddjurtapestó:

  •  1 og 1/2 dl ólífuolía

  •  1 búnt fersk basilíka (ca. 20 gr)

  •  1/2 búnt fersk steinselja (ca 10 gr)

  •  1/2 búnt ferskt tímían (ca 10 gr)

  •  1/2 búnt fersk mynta (ca 10 gr)

  •  2 msk léttristaðar kasjúhnetur

  •  Safi og börkur úr 1/2 sítrónu

  •  1 msk hunang

  •  1/2 tsk pipar

  •  1 tsk salt

Setjið allt hráefni fyrir kryddjurtapestóið í matvinnsluvél og maukið vel.

Setjið ca 3 msk af pestói á kjötið og látið marinerast í um það bil 1 klukkustund.

Grillið kjötið á heitu grilli í 2-3 mín. á hvorri hlið. Eða aðeins lengur ef þið viljið hafa það meira eldað.

Berið lambið fram með grilluðu graskerssalati og mangósalsa og restinni af pestóinu.

Previous
Previous

Ofnbakaður sítrónukjúklingur