Ofnbakaður sítrónukjúklingur
1 stk heill kjúklingur
Handfylli af fersku timían
4 hvítlauksrif
1/2 bolli ólífuolía
Safi úr 1 sítrónu
3 msk gott hunang (ég notaði dásamlegt cumin hunang)
Salt og pipar
1/2 púrrulaukur, saxaður í þunna hringi
2 sítrónur, skornar gróft
Blandið timían, hvítlauk, ólífuolíu, sítrónusafa, hunangi, salti & pipar í skál og maukið með töfrasprota
Setjið kjúklinginn í eldfast mót með loki eða í leirpott, hellið blandaða leginum yfir kjúklinginn og setjið svo púrrulaukinn og sítrónurnar með, lokið pottinum og setjið inn í 160 gráðu heitan ofn. Eldið kjúklinginn í 1 og 1/2 - 2 klukkustundir.
Dásamlega auðveldur og safaríkur kjúklingur sem að allir elska.