Ítalska Parmesan & kasjúhnetu bollur
1 kg gæða nautahakk ( ég notaði frá Kjöthúsinu)
1 rauðlaukur
3 hvítlauksrif, pressuð
1 bolli rifin parmesan
100 gr chili ristaðar kasjúhnetur frá Muna
1 msk ítölsk kryddblanda frá Kryddhúsinu
1/2 box fersk Basilika
1/2 box fersk steinselja
2 msk gæða ólífuolía
Salt og fullt af svörtum pipar
Saxið rauðlaukinn, kasjúhneturnar og kryddjurtirnar smátt.
Hrærið öllu vel saman. Frábært að nota ískúluskeið til að búa til bollurnar
Setjið smá af ólífuolíu á pönnu og steikið. Snúið við bollunum eftir nokkrar mínútur og gyllið allan hringinn.
Geggjuð basil tómatsósa:
2 dósir fernur lífrænir tómatar
2 ferskir tómatar, saxaðir gróft
3 hvítlauksrif, pressuð
1 msk akasíhunang
Salt og pipar
1/2 box fersk basilika, söxuð gróft
Setjið allt á pönnu og lofið að malla - hellið svo yfir bollurnar.
Lofið öll að malla saman í 15-20 mínútur
Toppið með ferskri basiliku og berið fram með góðu ítölsku pasta og fersku salati