Ítalska Parmesan & kasjúhnetu bollur

  • 1 kg gæða nautahakk ( ég notaði frá Kjöthúsinu)

  • 1 rauðlaukur

  • 3 hvítlauksrif, pressuð

  • 1 bolli rifin parmesan

  • 100 gr chili ristaðar kasjúhnetur frá Muna

  • 1 msk ítölsk kryddblanda frá Kryddhúsinu

  • 1/2 box fersk Basilika

  • 1/2 box fersk steinselja

  • 2 msk gæða ólífuolía

  • Salt og fullt af svörtum pipar

Saxið rauðlaukinn, kasjúhneturnar og kryddjurtirnar smátt.

Hrærið öllu vel saman. Frábært að nota ískúluskeið til að búa til bollurnar

Setjið smá af ólífuolíu á pönnu og steikið. Snúið við bollunum eftir nokkrar mínútur og gyllið allan hringinn.

Geggjuð basil tómatsósa:

  • 2 dósir fernur lífrænir tómatar

  • 2 ferskir tómatar, saxaðir gróft

  • 3 hvítlauksrif, pressuð

  • 1 msk akasíhunang

  • Salt og pipar

  • 1/2 box fersk basilika, söxuð gróft

Setjið allt á pönnu og lofið að malla - hellið svo yfir bollurnar.

Lofið öll að malla saman í 15-20 mínútur

Toppið með ferskri basiliku og berið fram með góðu ítölsku pasta og fersku salati

Next
Next

Ofnbakaður sítrónukjúklingur