Fenníku salat með epli & graslauksdressingu

  • 2 stökk epli (græn eða jonagold)

  • 1 fenníka (fennel)

  • 1/2 bolli granateplafræ

  • 2 mandarínur eða 1 rautt greip

    Skerið eplin og fenníkuna örþunnt, helst með mandolíni, flysjið mandarínurnar og takið í báta. Ef þið notið greip þá flysjið það og skerið í þunnar sneiðar, reynið að sleppa sem mest af skinninu.

Dressing:

  • 1/2 búnt graslaukur, smátt skorinn

  • Börkur af mandarínunni eða 1/2 sítrónu ef þú notar greip

  • Sítrónuolía

  • Salt & pipar

    Öllu hrært saman og hellt yfir salatið

Previous
Previous

Burrata ostur með vínberjum & ólífuolíu

Next
Next

Za’atar kryddað blómkálssalat með avókadó, kryddjurtum, döðlum & salatosti