Za’atar kryddað blómkálssalat með avókadó, kryddjurtum, döðlum & salatosti

Bakað :
1/2 - 1 haus blómkál (fer eftir stærð, ca 5 bollar) skorinn í lítil blóm og grillað í ofni í 20 mín á 190 gráðum (velt upp úr 3 msk ólífuolíu, za´atar kryddi, chiliflögum og salti)
1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar ræmur og látinn liggja í 1/2 bolla af hvítvínsediki á meðan blómkálið bakast.
1/2 bolli ristaðar valhnetur (1 tsk olífuolía, 1/2 tsk za´atar krydd og 1/2 tsk salt), sett inn í ofn í 5 mín.

Ferskt:
1 Grænt salatbox frá Vaxa
1 avókadó skorið í þunnar sneiðar
Fræ úr hálfu granatepli
1/2 búnt steinselja, söxuð
1/2 búnt mynta, söxuð
1/2 krukka salatostur í olíu
8 steinlausar döðlur, skornar í litla bita
1/2 bolli ristaðar valhnetur (1 tsk olífuolía, 1/2 tsk za´atar krydd og 1/2 tsk salt), sett inn í ofn í 5 mín.

Dressing :
1 hvítlaukur, pressaður
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 tsk za´atar krydd ( fæst hjá Kryddhúsinu)
Safi úr einni sítrónu
2 msk hlynsýróp
10 g kóríander, saxað
1/3 bolli góð olífuolía

Allt blandað saman í krukku og lokið sett á og hrist saman.

Setið salatið á disk, því næst grillaða blómkálið og setjið svo restina ofan á og hellið dressingunni yfir eða berið fram dressinguna til hliðar.

Previous
Previous

Fenníku salat með epli & graslauksdressingu

Next
Next

Grillað brokkólí & gulrætur með gull tahinidressingu