Misogljáð eggaldin

  • 1 stórt eggaldin

  • 2 msk olífuolía til að pensla eggaldinið

  • 4 msk ólífuolía

  • 3 msk hvítt misomauk

  • 1 msk hrísgrjónaedik

  • 1 msk sojasósa

  • 1 msk hlynsíróp

  • 1 tsk sesamolía

  • 2 stk vorlaukar

  • 1 msk sesamfræ

  • 1/4 rauð paprika

  • Smá kóríander

Hitið ofninn í 190 gráður. Skerið eggaldin í ca 1 cm þykka hringi og setjið á ofnplötu með bökunarpappír á.

Penslið smá ólífuolíu yfir hverja sneið og setjið smá sítrónusalt yfir og bakið í 20 mínútur.

Á meðan hrærið ólífuolíu, misomauki, hrísgrjónaediki, sojasósu, hlynsírópi og sesamolíu í skál.

Eftir 20 mínútur snúðu þá eggaldinsneiðunum og penslaðu smá misogljáa yfir hverja sneið og grillaðu í 4-5 mínútur í viðbót. Passið bara að brenna ekki.

Skerið vorlaukinn, papriku og kóríander.

Þegar eggaldinsneiðarnar eru orðnar vel gljáðar - settu á fallegan disk og skreyttu með sesamfræjum, vorlauk, papriku og kóríander.

Ég set svo restina af misogljáanum í litla skál ef einhverjir vilja bæta við smá meira.

Previous
Previous

Gulrótarsalat með ristuðum kasjúhnetum

Next
Next

Kirsuberja- og vorlaukssalsa