Asískt agúrkusalat
1 agúrka, sneidd þunnt
2 msk hrísgrjónaedik
1 msk sesamolía
1 og 1/2 msk tamarisósa
1 tsk hlynsýróp eða akasíuhunang
1/4 tsk rauðar piparflögur
3 msk ristuð sesamfræ
Fullt af söxuðu kóríander
Skerið agúrkuna í þunnar sneiðar, mér finnst best að nota mandolín.
Bætið öllu í skál og hrærið vel saman, gott að láta marinerast inn í ísskáp í 30 mín áður en það er borið fram. Létt og gott salat sem smakkast dásamlega.