Marinerað rauðkál með kókos & kóríander

  • 1/4 rauðkálshaus (ca. 300 g)

  • 1/4 bolli kókosflögur ristaðar

  • 10 gr af kóríander, saxað gróft

    Marinering:

  • 2 msk ferskur sítrónusafi

  • 4 msk ólífu­olía

  • 1 msk hlynsýróp eða hunang

  • 1/4 tsk chili

  • Smá rifin engiferrót

  • Salt og pip­ar

Skerið rauðkálið fínt og setjið í skál, hrærið marineringuna saman og hellið yfir rauðkálið. Látið marinera í um 30 minútur, toppið svo með kókosflögum og kóríander.

Brakandi ferskt og gott meðlæti. Rauðkál er afar ríkt af andoxunarefnum og fleiri góðum efnum sem gera heilsunni mjög gott. Ég elska að nota rauðkál í salöt þar sem mér finnst það svo fallegt.

Í einum bolla af rauðkáli má finna 2 gr af trefjum, ásamt 85% af daglegum skammti af C-vítamíni.

Previous
Previous

Sítrónu- gulrótarsalat

Next
Next

Asískt agúrkusalat