Blómkálsbitar með pekanhnetum, döðlum & kryddosti
1 meðalstórt blómkál, skorið í litla bita
2 msk ólífuolía
1 pressað hvítlauksrif
1/2 tsk chiliflögur
Sjávarsalt & svartur pipar
15 pekanhnetur (má líka nota möndlur eða valhnetur)
50 gr laktósafrír papriku- og beiko ostur frá Arna
Ca 10 stk steinlausar döðlur
Handfylli af klettasalati
2 msk sítrónuolía
1 tsk sítrónubörkur
Leiðbeiningar:
Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið blómkálsbitana á ofnplötu með bökunarpappír. Setjið ólífuolíu, pressað hvítlauksrif, chiliflögur, salt og pipar og blandið vel saman.
Grillið í ofninum í ca. 25-30 mínútur eða þar til það er orðið vel gullið og grillað.
Saxið pekanhneturnar, ostinn, döðlurnar og klettasalatið og blandið saman í skál ásamt grillaða blómkálinu og skvettið smá sítrónuolíu og smá sítrónuberki yfir allt saman og njótið.