Gljáðar gulrætur með ristuðum heslihnetum og kóríander- & engifersósu
8 gulrætur, skornar í tvennt langsum
1 msk ólífuolía
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 tsk gróft malaður svartur pipar
1/2 - 1 tsk cuminduft
1/4 tsk chiliflögur
4 msk heslihnetur, skornar gróft
1/3 rautt chili, saxað í þunna hringi
Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið gulræturnar í ofnskúffu klædda bökunnarpappír og blandið vel saman við olíuna og kryddin. Dreifið svo úr gulrótunum. Bakið þær í ofninum í 10-15 mín eða þar til þær eru orðnar fallega gylltar og mjúkar.
Síðustu 5 mínúturnar - setjið heslihneturnar inn í ofninn og ristið.
Kóríander- og engiferjógúrtsósa:1 box ferskt kóríander
1 bolli laktósafrí grísk jógúrt frá Arna
1 hvítlauksrif
Fersk engiferrót, ca 3 cm
1 msk límónu eða sítrónusafi
½ tsk sjávarsalt
½ tsk svartur pipar
1 tsk cuminduft
1 tsk hlynsíróp
Öllu blandað saman með töfrasprota 💫
Setjið saman á disk: 2-3 msk jógúrtsósu, því næst hluta af gljáðu gulrótunum og toppið með heslihnetunum, chili og jafnvel baunaspírum eða öðru fersku kryddi eins og kóríander.