Graskerssalat með salatosti & döðlum
1 grasker, (butternut squash), fræhreinsað og saxað í litla bita
Smá olífuolía
Salt & pipar
1 msk rótargrænmetis kryddblanda frá Kryddhúsinu
1 box af grænu salati
Handfylli af klettasalati
1 krukka salatostur
4 msk þurrkuð trönuber
Nokkrar greinar timían
10 stk steinlausar döðlur skornar í litla bita
1-2 msk góð ólífuolía
Setjið graskerið á bökunarplötu og skvettið smá ólífuolíu, salti, pipar og rótargrænmetis kryddblöndu frá Kryddhúsinu.
Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 25-30 mín.
Takið graskerið út og kælið í nokkrar mínútur.
Setjið salatið á disk, því næst bökuðu graskersbitana, salatostinn, trönuberin, timían, döðlurnar og ólífuolíuna.