Grillað brokkólí & gulrætur með gull tahinidressingu

  • 1 box VAXA salat

  • 1 lítill haus brokkólí skorið í litla bita

  • 5 gulrætur, flysjaðar og skornar í fallega bita

  • 3 msk ólífuolía

  • Salt, pipar og tælensk karrýkryddblanda frá Kryddhúsinu

  • 4 msk pekanhnetur

  • 3 msk graskersfræ

  • 3 vorlaukar skornir í þunna hringi

  • 6 radísur skornar í þunnar sneiðar á mandólíni

  • 4 msk ristaðar kókosflögur

  • 1/2 box ferskt kóríander, saxað gróft

Grillið grænmetið í 180 gráðu heitum ofni (brokkolíið í 10 mín og gulræturnar í 20 mín)

Þegar þið takið brokkolíið út skellið þá pekanhnetunum og graskersfræjunum inn í ofn og grillið með gulrótunum síðustu 10 mín)

Setjið saman grænt salat á fallegan disk eða grunna skál, því næst grillaða brokkolíið og gulræturnar, svo er restinni dreift fallega yfir og dressingin höfð til hliðar.

Gull tahinidressing

  • 2 msk tahini( sesam smjör)

  • 1/2 tsk túrmerik

  • 1/2 appelsína, flysjuð

  • 1 hvítlauksrif eða 1/4 tsk hvítlauksduft

  • 1 vorlaukur

  • 1 tsk tamarisósa

  • 1/8 tsk chiliflögur (eða minna eftir smekk)

  • 1/2-1 dl vatn

Allt sett saman í djúpa skál eða stórt glas og blandað vel með töfrasprota eða notið blandara. Gott að setja ekki alveg allt vatnið til að byrja með heldur hella því smátt og smátt ofan í til að fá dressinguna í hæfilega þykkt.

Túrmerik inniheldur mikið magn af andoxunarefnum og er bakteríudrepandi og bólgueyðandi.

Previous
Previous

Za’atar kryddað blómkálssalat með avókadó, kryddjurtum, döðlum & salatosti

Next
Next

Graskerssalat með salatosti & döðlum