Grillaðar sætir kartöflubitar með parmesanhjúp

  • 1 stór sæt kartafla skorin í litla bita

  • 3 msk hvítlauksolía *

  • Salt og pipar

  • 40-50 gr rifinn parmesanostur

  • Smá steinselja, söxuð til að skreyta með

    Setjið kartöflurnar á bökunarpappír á ofnplötu. Veltið svo upp úr hvítlauksolíunni og stráið salti og pipar yfir.

    Setjið í 190 gráðu heitan ofn í 20-25 mín eða þar til kartöflubitarnir eru orðnir vel stökkir (fer svolítið eftir stærð bitanna). Þegar nokkrar mínútur eru eftir, svona 5 mín setjið þá rifna parmesanostinn yfir kartöflubitana og látið ostinn bráðna.

    Hellið bitunum í skál og skreytið með ferskri steinselju.

*Hvítlauksolía:

  • 3 hvítlauksrif

  • Smá fersk steinselja

  • 3/4-1 bolli góð ólífuolía

Öllu blandað saman með töfrasprota og geymt inn í ísskáp. Geymist vel í 2-3 vikur.

Previous
Previous

Kirsuberja- tómata- & nektarínusalsa

Next
Next

Marineraður rauðlaukur