Kúrbítur, pera & Feykir

  • 2 kúrbítar

  • 2 msk ólífuolía

  • 1 tsk grænmetis paradís, kryddblanda frá Kryddhúsinu

  • 1 pera

  • Feykir ostur 24 mánaða

  • Steinselja

  • Salt & pipar

  • Skvetta af góðri ólífuolíu

Hitið ofninn í 200 gráður. Skerið kúrbítinn í hálfmána sneiðar, setjið á bökunarpappír í ofnskúffu. Hellið ólífuolíu og kryddinu yfir og dreifið vel úr.

Bakið kúrbítinn í 15 - 20 mínútur eða þar til hann er orðinn gullinn.

Setjið bakaða kúrbítinn á fallegan disk og því næst sneiðið þið peruna og ostinn með mandolíni eða ostaskera í þunnar sneiðar. Toppið svo með góðri ólífuolíu, steinselju, salt og pipar.

Previous
Previous

Marineraður rauðlaukur

Next
Next

Sítrónu- gulrótarsalat