Ristað brokkolí með hvítlaukschiliolíu og kryddjógúrtsósu
1 stórt brokkólí, skorið í litla bita
2-3 msk ólífuolía
1/2 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
1 tsk cuminfræ frá Kryddhúsinu
1 tsk oregano frá Kryddhúsinu
1 msk cajun kryddblanda frá Kryddhúsinu
Kryddjógúrt sósa:1 bolli laktósafrí grísk jógúrt
1/2 tsk cuminduft
1 tsk hlynsýróp eða önnur sæta
1/4 tsk salt
Smá svartur pipar
Safi úr 1/2 sítrónu
HvítlaukschilioIía:3 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
1/2 msk rauðar chillipiparflögur
1 tsk þurrkað oregano
Smá salt
2 msk ólífuolía
Grillið brokkolíið sem búið er að velta upp úr olíu og kryddunum í 180 gráðu heitum ofni í ca 15-20 mín - passið bara að það brenni ekki.
Hrærið jógúrtsósuna saman í skál og geymið inn í ísskáp meðan þið gerið hvítlaukschiliolíuna.Hitið olíu, hvítlaukinn og kryddin saman á pönnu í nokkrar mínútur þangað til hvítlaukurinn er orðin vel gullinn - passið bara að brenna ekki hvítlaukinn.
Samsetning:
Dreifið úr kryddjógúrtsósunni á disk, svo ristaða brokkolíið ofan á sósuna og því næst hvítlaukschiliolíunni.
Mér finnst mér frábært að toppa þetta með söxuðum möndlum, steinselju, sítrónuberki og nokkrum vínberjum.