Grænt gyðjusalat

Hérna er mín útgáfa af gyðjusalatinu góða, stökkt og ofurferskt, stútfullt af trefjum og vítamínum og þá einna helst A, C og K vítamínum

  • 1/2 hvítkálshaus, skorinn smátt

  • 1 agúrka skorin smátt

  • 2 græn epli eða 1 epli og 1 pera, skorin smátt

  • Nokkur blöð af ferskri myntu

    Dressing

  • 1 bolli fersk basilíka

  • 1/2 bolli kryddjurtir að eigin vali (ég notaði kóríander + klettasalat)

  • 1 hvítlauksrif

  • 2 msk furuhnetur

  • 1 msk næringarger (nutritional yeast)

  • Safi úr 1 sítrónu

  • 1/4 bolli ólífuolía

  • 1/4 bolli vatn

  • 1/2 tsk salt + svartur pipar að vild

    Skerið allt grænmetið í litla bita og setjið í skál. Setjið öll hráefnin sem eiga að vera í dressingunni í blandara og blandið þar til dressingin er orðin silkimjúk.

    Hellið ofan á grænmetið og blandið vel saman. Ég hef stundum blandað smá graskersfræjum fyrir enn meiri “crunch”.

Previous
Previous

Ristað brokkolí með hvítlaukschiliolíu og kryddjógúrtsósu

Next
Next

Ofnbakaðar rauðrófur með salatosti, appelsínu berki & pistasíum