Jarðarberja- & engifer morgunverðarskál
1,5 bolli frosin jarðarber
1 bolli frosið blómkál
1 bolli jarðarber og vanillu grísk jógúrt (má nota hvað jógúrt eða skyr sem hugurinn girnist)
1 tsk. límónusafi
3 steinlausar döðlur
Vænn bútur af fersku engifer
1/4 bolli vatn
1 msk. Feel Iceland kollagen duft
Nokkrir klakar eftir smekk
Valfrjálst:
1 msk. prótein duft
Aðferð:
Setjið allt hráefnið í góðan blandara og blandið vel saman.
Hellið í skál og skreytið með einhverju bleiku og gómsætu og berið fram.