Haustgrautur með kanilsnúða keim
Fyrir 1
½ bolli grófir hafrar
1 bolli mjólk, jurta eða sú sem þú elskar
4-5 msk. laktósafrí grísk jógúrt frá Arna
1 msk. chiafræ
1 msk. Feel Iceland kollagen duft
1 msk. prótein duft (valfrjálst)
1 msk. akasíu hunang/ sæta að eigin vali
1 tsk. kanill
Ofan á:
Grísk jógúrt eftir smekk
pekanhnetur eftir smekk
sæta eftir smekk
kanill eftir smekk
Aðferð:
Blandið höfrum, mjólk, jógúrt, chia fræjum, hlynsírópi, kollagen dufti, prótein dufti saman í skál eða krukku.
Látið liggja yfir nótt í ísskápnum.
Daginn eftir takið þið skálina eða krukkuna og toppið innihaldið með auka grískri jógúrt, pekanhnetum, möndluflögum, auka skvettu af sætu og kanill eftir smekk.
Njótið vel.