Matcha, Kollagen & hindberja “yfir nóttu” hafra

  • 50 gr hafrar eða haframjöl

  • 1/4 -1/2 tsk matcha duft

  • 100 ml mjólk að eigin vali (Mér finnst vanillu Sproud æðisleg í þennann)

  • 1 msk hlynsíróp eða önnur sæta

  • 1 msk Feel Iceland Kollagen duft

  • 2 msk laktósafrí karamellu & peru grísk jógúrt frá Arna

  • 50 gr frosin hindber

til að toppa:

  • ristaðar kókosflögur

  • 2 msk laktósafrí karamellu & peru grísk jógúrt frá Arna

Blandið saman höfrum/haframjöli, matcha dufti, mjólk, sætu, kollagen dufti og grískri jógúrt í skál, hrærið vel saman, setjið svo Matcha hafrana í falleg 2 glös eða krukkur.

Hitið frosin hindber í potti á meðan þið græjið hafrana og eldið við meðalhita, stappið hindberin með gaffli eða skeið. Kælið í nokkrar mínútur og toppið svo bæði Matcha hafra glösin með hindberja “sultunni” og lokið. Geymið inni í ísskáp yfir nótt og toppið svo með ristuðum kókosflögum og njótið vel.

Previous
Previous

Appelsínu & pistasíu hafrar

Next
Next

Súkkulaði hafragrautur