Prótein og trefjaríkur Mangó "grautur"

  • 1,5 bolli frosið mango ( geymið 1/2 bolla fyrir mango mauk)

  • 3 kúfaðar msk laktósafrí grísk jógúrt frá Arna + meiri til að nota á milli laga

  • 1/2 bolli kókosmjólk

  • 1/4 bolli chiafræ

    Setjið 1 bolla af mango, grískri jógúrt og kókosmjólk í blandara -blandið vel saman- notið meira af kókosmjólkinni eða vatni ef ykkur finnst enn of þykkt. Hellið í ílát sem er hægt að loka og hrærið chiafræin saman við.  Geymið í um 30-60 mínútur inni ísskáp.

    Mangó mauk; Lofið 1/2 bolla af mango að þiðna í skál og stappið vel saman.

    Takið tvö glös og setjið 2 msk af mango chia grautnum í hvert glas, svo 2 msk  af grískri jógúrt og eina msk af mango mauki, endurtakið og setjið nokkrar ristaðar kókosflögur til að toppa.

Next
Next

Matcha & kollagen trefja "búðingur"